Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Jón Oddur og Jón Bjarni - allar sögurnar

5,990 ISK

Höfundur Guðrún Helgadóttir

Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru í meira lagi uppátektasamir. Þeim dettur ýmislegt sniðugt í hug en fá oftast skammir fyrir – jafnvel þegar þeir ætla bara að gleðja fólk, berjast gegn óréttlæti eða segja sannleikann! Sögurnar um þá bræður hafa nú glatt lesendur í nærri fimmtíu ár. Hér koma þær allar út í vandaðri stórbók.