Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Kletturinn

3,990 ISK

Höfundur Sverrir Norland

Kletturinn er spennandi skáldsaga um fyrirgefningu, metnað, siðferðileg álitamál og ekki síst tilfinningasambönd karlmanna. Hlýr tónn höfundar, óvenjuleg stílgáfa og vilji til að takast á við flóknar heimspekilegar spurningar heilluðu lesendur síðustu bókar hans, Stríðs og kliðs (2021), og gera Klettinn einnig að einstakri lestrarupplifun.

Tuttugu ár eru liðin frá því að Gúi hrapaði til bana í útilegu í Hvalfirði og síðan hafa félagar hans, Einar og Brynjar, þurft að vinna úr því áfalli, hvor á sinn hátt – en hvorugur með miklum árangri.

Nú liggja leiðir þeirra saman á ný og uppgjörið er óhjákvæmilegt. Hvað gerðist? Hvers vegna? Hvernig? Og hvern mann hafa þeir raunverulega að geyma?