Kona á flótta
3,890 ISK
Höfundur Anais Barbeau-Lavalette
Listakonan Suzanne Meloche fæddist árið 1926 inn í frönskumælandi fjölskyldu í Ottawa í Kanada og ólst þar upp til 18 ára aldurs, í skugga ofríkis kaþólsku kirkjunnar og enskumælandi meirihlutans. Hún var óstýrilát og skapandi og vildi umfram allt ekki hljóta sömu örlög og móðir hennar sem fæddi hvert barnið á fætur öðru eins og ætlast var til af konum í þá daga. Til að forðast það hlutskipti átti Suzanne eftir að fara víða og reyna margt, en fórna um leið hugarró og hamingju fjölskyldunnar. Dótturdóttir hennar ákvað að grafast fyrir um lífshlaup ömmu sinnar og byggir þessa áhrifamiklu skáldsögu á því.
Höfundurinn, Anais Barbeau-Lavalette, er ekki síður þekkt fyrir kvikmyndagerð, en bækur hennar hafa hlotið afbragðs viðtökur og sú sem hér birtist hlaut m.a. France-Québec verðlaunin og Grand Prix du Livre de Montréal.
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir íslenskaði