Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Krakkalögin okkar

5,990 ISK

Höfundur Jón Ólafsson

Bókaflokkurinn Tónbækurnar okkar með fallegum undirleik snillingsins Jóns Ólafssonar og dásamlegum myndskreytingum Úlfs Logasonar hafa fengið lofsamlegar viðtökur hjá börnunum á undanförnum árum. Áður hafa komið Vögguvísurnar okkar, Sönglögin okkar, Fallegu lögin okkar, Jólalögin okkar og Leikskólalögin okkar.

Hér er hún komin Krakkalögin okkar sem hefur að geyma tuttugu af vinsælustu lögum barnanna, skemmtileg, nýleg lög ásamt gömlum og sígildum gullmolum sem krakkarnir vilja syngja.

Meðal þeirra tuttugu laga sem finna má í bókinni eru:

Á íslensku má alltaf finna svar

Blátt lítið blóm eitt er

Ef þú ert í góðu skapi

Dúkkan hennar Dóru

Það var einu sinni api

Indíánalagið

Sigling