Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Kramp
3,990 ISK
Höfundur María José Ferrada
Hin sjö ára M slæst í för með föður sínum D milli bæja þar sem hann selur byggingarvörur frá framleiðandanum Kramp á tímum Pinochet-harðstjórnarinnar í Chile. Saklaust barnið heillast af heimi farandsölumannanna og gerir sér aðeins óljósa grein fyrir þeirri pólitísku spennu sem kraumar undir niðri í samfélaginu.
Chileski rithöfundurinn María José Ferrada (f. 1977) fangar á forvitnilegan hátt feðginasamband á barmi óafturkræfra breytinga út frá sjónarhorni barns sem leitast við að skýra flókna heimsmynd sína. Í senn nostalgísk, hættuleg og full af gleði og undrun.