Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Krydd lífsins

5,690 ISK

Höfundur Einar Örn Gunnarsson

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Krydd lífsins er safn tólf smásagna sem allar gerast í nútímanum í höfuðborgum Norðurlanda, allt frá Nuuk til Helsinki. Sögurnar, sem eru skrifaðar af innsæi, varpa ljósi á mannlegt eðli og eru í senn áleitnar, grátbroslegar, fyndnar og harmrænar. Sjaldnast er allt sem sýnist og hvaðeina getur umturnast eða afhjúpast í sviphendingu.

Hvað gerir staurblankur listfræðingur sem uppgötvar óvænt tvö verðmæt verk eftir Banksy á vegg bakhúss á Laugavegi? Hvort er verra að eiga mislukkaða tilveru eða öðlast nýtt líf sem fíkill á skandinavískar sjálfshjálparbækur? Geta bókmenntir hugsað? Hvað gerir læknir sem á harma að hefna þegar fjandmaður og örlagavaldur í lífi hans er borinn inn á bráðamóttökuna með öllu ósjálfbjarga?

Krydd lífsins er lipurlega skrifuð bók og með henni sýnir höfundur hve gott vald hann hefur á smásagnaforminu.