Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lára fer á fótboltamót
2,690 ISK
Höfundur Birgitta Haukdal
Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum.
Lára elskar að vera í fótbolta og hún er farin að æfa með vinkonum sínum. Þjálfarinn þeirra er búinn að skrá liðið á fótboltamót. Þar hittir Lára fullt af krökkum á sínum aldri og spilar fyrir stóran áhorfendahóp. Það er svolítið stressandi en líka ægilega mikið fjör!