Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lífsins blóð
4,490 ISK
Höfundur Malene Sølvsten
Saga úr sagnabálkinum Hvísl hrafnanna
Þegar á 18. öld er Elias nálægt því að afhjúpa leyndarmál guðanna. En Óðinn vill ekki deila valdi sínu og í refsingarskyni drepur hann fjölskyldu Eliasar. Spámaður segir Eliasi að það sé til framtíð og bætir við: „Finndu þann sem ræður yfir tímanum.“ En þegar Elias gerir það breytist allt og hann stendur frammi fyrir erfiðum valkosti.
Getur hann snúið baki við því sem hann hefur öldum saman barist fyrir að endurheimta?
Í þessari spennandi bók Malene Sølvsten fá aðdáendur fantasíuþríleiksins Hvísl hrafnanna tækifæri til kynnast betur ástsælustu persónunum úr hinum magnaða sagnaheimi bálksins og fá svör við spurningum sem brunnið hafa á vörum þeirra.
* * * * * „Stórkostleg!“ – Politiken