Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Linda - eða Lindumorðið

4,290 ISK

Höfundur Leif GW Persson

Lík af konu að nafni Linda finnst um sumar í sænskum smábæ. Rannsóknarlögreglumaðurinn brokkgengi Evert Bäckström stýrir rannsókninni. Hann kemst fljótlega á snoðir um vef lyga, leyndarmála og hagsmunatengsla meðal bæjarbúa.
Með snjöllum og fyndnum hætti fléttar Persson saman marga söguþræði í þessari vel skrifuðu og spennandi bók. Hann veitir innsýn í hvatir hinna grunuðu og varpar ljósi á áleitin þjóðfélagsmál, svo sem stéttaskiptingu, spillingu, pólitísk áhrif og galla réttarkerfisins. Jafnframt dregur hann fram margbreytileika lögreglustarfsins og þær áskoranir sem rannsóknarlögreglumenn standa frammi fyrir. Hvernig verður réttlætinu best fullnægt?

Linda – eða Lindumorðið er ein frægasta bók sænska verðlaunahöfundarins Leifs GW Persson. Hún hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál og hvarvetna hlotið frábærar viðtökur. Hún er fyrsta bókin í seríunni um Evart Bäckström.