Litla bókin um blæðingar er langt frá því að vera lítil, hún er yfirgripsmikil og fer vel yfir ólíkar túrvörur, hvernig þær virka, kosti og galla; algengar spurningar; tíðahringinn; tíðaverki; hvernig megi leita sér hjálpar og algengar mýtur. Bókin tekur tillit til allra kynja, horfir til umhverfissjónarmiða og fagnar fjölbreytileika.
Úff, að byrja á blæðingum! Og að bíða eftir því að byrja á blæðingum! Og að vera á blæðingum! Oh, bara þetta blæðingamál allt saman!
Ég kynni – fyrstu íslensku bókina um blæðingar byggða á rannsókn á reynslu og upplifunum þúsunda íslenskra túrvera af blæðingum og spurningum unglinga um land allt um blæðingar í kynfræðslu.