Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Litli prinsinn - Myndabók
4,990 ISK
Höfundur Antoine de Saint-Exupérry / Greig / Massini
Meðal stjarnanna leynist lítill glaðlegur prins.
Fegurðin býr í hinu leynda.
Flugmaður, sem brotlenti í eyðimörkinni, er vakinn einn morgun af einstökum strák sem segir: „Viltu teikna fyrir mig kind?“ Flugmaðurinn dregur fram blað og blýant ...
Þannig er upphafið á töfrandi sögu sem hefur farið sigurför um heiminn og þykir geyma leyndardóminn um það sem er mikilvægast í lífinu.
Fáar bækur hafa notið jafn mikillar hylli og Litli prinsinn. Bókin hefur haft djúpstæð áhrif á lesendur úti um allan heim. Í þessari glæsilega myndskreyttu bók eftir Louise Gregg og Sarah Massini er sagan löguð að börnum og hefur fangað hjörtu ungra lesenda víða um lönd.
Margrét Gunnarsdóttir íslenskaði.