Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Ljóðasafn Stefáns H Grímssonar
3,790 ISK
Höfundur Stefán Hörður Grímsson
Þessi bók geymir öll ljóð Stefáns Harðar Grímssonar sem eru prentuð í útgefnum ljóðabókum hans, sex að tölu, en þær eru: Glugginn snýr í norður, Svartálfadans, Hliðin á sléttunni, Farvegir, Tengsl og Yfir heiðan morgun. Fyrir þá síðastnefndu hlaut skáldið Íslensku bókmenntaverðlaunin í fyrsta sinn sem þau voru veitt árið 1990.
Stefán Hörður er eitt af helstu ljóðskáldum okkar á 20. öld og því er ómetanlegur fengur að öllum ljóðum hans í einni bók þar sem jafnframt má sjá þróun skáldskapar hans um hálfrar aldar skeið.