Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ljósaserían: Fleiri Korkusögur

1,990 ISK

Höfundur Ásrún Magnúsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir

Fyrirmyndarstúlkan Korka er aftur komin á kreik.

Eins og venjulega ræður ímyndunaraflið og uppátektarsemin för – að viðbættu fjörinu sem ólgar í maganum!

Að þessu sinni tekst Korka á við stingumaura, vatnsstríð og brotinn vasa og eins og vanalega eru hundarnir Addi og Máni ekki langt undan.

Hún kynnist lögreglu- og slökkviliðskonum og þar með er framtíðarstarf hennar ákveðið. En hvað eru þessar mörgæsir að þvælast fyrir?