Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Loki - leiðarvísir fyrir prakkara

3,990 ISK

Höfundur Louie Stowell

Loki er mikill prakkari en nú hefur hann gengið of langt! Óðinn sendir hann til jarðar sem 11 ára dreng sem þarf að læra að verða almennilegur – eða eyða eilífðinni með eitursnákum! Töfradagbók sem Loki þarf að halda byrjar í -3000 dyggðastigum en til að komast aftur heim í Ásgarð þarf hann að ná +3000 dyggðastigum! Getur Loki hætt að stríða?

Bókin Loki: leiðarvísir fyrir prakkara er fyrsta bók í vinsælli ritröð sem slegið hefur í gegn erlendis. Bókin er í dagbókarstíl. Þar segir frá því þegar Loki er sendur til jarðar í formi 11 ára drengs til þess að sýna Óðni og hinum ásunum fram á að hann geti lært að vera almennilegur og hætta öllum prakkarastrikum. Hann á að halda dagbók og skrá niður hvernig honum gengur en dagbókin er þeim töfrum gædd að hún veit hvenær Loki er að ljúga. Hann kemst því ekki upp með neitt múður! Í för með Loka til jarðar er Þór, þrumuguðinn sjálfur, og á hann að þykjast vera bróðir Loka. Hinsvegar þolir Loki ekki Þór, sem er alltof góður í íþróttum og vinsæll, ólíkt Loka. Heimdallur og Hyrrokkin eru einnig send til jarðar og eiga að látast vera foreldrar Loka og Þórs. Þau taka hlutverk sitt mjög alvarlega. Heimdallur drekkur í sig uppeldisráð úr ýmsum uppeldisbókum, ekki síst um uppeldi baldinna drengja, og Hyrrokkin leggur áherslu á sameiginlega göngutúra, heilsunnar og fjölskylduheildarinnar vegna, en verður líka vinsæl sem áhrifavaldur. Dagbók Loka byrjar í -3000 dyggðastigum og hann þarf að komast í +3000 dyggðastig, en líklega gengur Loka ekki sérstaklega vel í þessu verkefni sínu þar sem höfundurinn þurfti strax að hefjast handa við að skrifa aðra bók um Loka. Loki: leiðarvísir fyrir prakkara er skemmtileg bók með rætur í menningararfinum og dillandi skemmtileg lestrarupplifun. Fyrir 9-12 ára.