Loki er þekktur fyrir prakkarastrik og ekki gengur honum vel að sanna fyrir Óðni að hann geti hagað sér almennilega! Hér kemur önnur bókin í ritröðinni um Loka og dvölina á jörðinni sem Óðinn skikkaði hann til. Bráðskemmtileg og fyndin bók með rætur í menningararfinum. Fyrsta bókin um Loka og leiðangur hans kom út hér á landi árið 2022.
Loki - leiðarvísir fyrir prakkara í vanda
3,990 ISK
Höfundur Louie Stowell
Bókin Loki: leiðarvísir fyrir prakkara er í dagbókarstíl. Þar segir frá því þegar Loki er sendur til jarðar í formi 11 ára drengs og er tilgangur ferðarinnar að sanna fyrir Óðni og hinum ásunum að hann geti lært að vera almennilegur og hætt öllum prakkarastrikum. Hann á að halda dagbók og skrá niður hvernig honum gengur en dagbókin er þeim töfrum gædd að hún veit hvenær Loki er að ljúga. Hann kemst því ekki upp með neitt múður! Í för með Loka til jarðar er Þór, þrumuguðinn sjálfur, og á hann að látast vera tvíburabróðir Loka. Hins vegar þolir Loki ekki Þór, sem er alltof góður í íþróttum og vinsæll meðal skólasystkina, að mati Loka. Heimdallur og Hyrrokkin eru send með í leiðangurin og eiga þau að látast vera foreldrar Loka og Þórs. Þau taka hlutverk sitt mjög alvarlega. Heimdallur drekkur í sig uppeldisráð úr ýmsum uppeldisbókum, ekki síst um uppeldi baldinna drengja, og Hyrrokkin leggur áherslu á sameiginlega göngutúra, heilsunnar og fjölskylduheildarinnar vegna, en verður óvart vinsæl sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Dagbók Loka byrjar í -3000 dyggðastigum og hann þarf að komast í +3000 dyggðastig, en honum gekk ekki sérstaklega vel í þessu verkefni í fyrstu bókinni og nú fáum við að fylgjast með hvort þetta takist hjá honum í þetta sinn. Kannski ber ekki Loki alltaf ábyrgð á öllu sem úrskeiðis, eða hvað? Loki: leiðarvísir fyrir prakkara er skemmtileg bók með rætur í menningararfinum. Höfundur myndlýsir og er textinn brotinn upp með myndlýsingu sem auðveldar lestur. Dillandi skemmtileg bók.