Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Marie Curie - litla fólkið

3,490 ISK

Höfundur Salka - bókaútgáfa og bókabúð

Kynnstu Marie Curie, Nóbelsverðlaunahafa í vísindum.

Þegar Marie var ung, var henni meinað að ganga í skóla af því að hún var kona. En þegar hún varð eldri var framlag hennar til vísinda virt um heim allan. Uppgötvanir hennar á radíumi og pólóníumi hjálpuðu verulega í baráttunni gegn krabbameini. Hún vann síðar til Nóbelsverðlauna fyrir eðlisfræði!

Þessi áhrifamikla bók inniheldur stílhreinar og einstakar myndskreytingar ásamt góðu yfirliti yfir staðreyndir á baksíðu, þar á meðal tímalínu yfir ævi Marie með sögulegum myndum og ítarlegri lýsingu á lífi þessarar merku vísindakonu.