Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Meira pönk meiri hamingja

2,990 ISK

Höfundur Gerður Kristný

Meira pönk – meiri hamingja er sjálfstætt framhald af Iðunni og afa pönk sem gladdi bæði pönkara og aðra lesendur upp í hanakamba. Nú er komin verslunarmannahelgi og vinkonurnar Iðunn og María Sara ákveða að halda sína eigin útihátíð. En óheppnin eltir þær á röndum svo mamma neyðist loks til að grípa til sinna ráða. Hér spinnur Gerður Kristný sögu eins og henni einni er lagið, þar sem pönkið er hyllt, allar reglur þverbrotnar og hamingjan flæðir eins og gítarsóló.