Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Meistarinn og Margaríta - kilja

2,690 ISK

Höfundur Mikhaíl Búlgakov

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Skáldsagan Meistarinn og Margaríta er af mörgum talin eitt magnaðasta skáldverk 20. aldar – margslungið verk, fyndin og beitt háðsádeila um eilífa baráttu góðs og ills.

Satan sjálfur er kominn til Moskvu í líki galdramannsins Wolands. Ásamt afar skrautlegu fylgdarliði sínu tekur hann til við að fletta á dramatískan hátt ofan af mútuþegum, svikahröppum, lýðskrumurum, loddurum, rógberum, forréttindahyski og hrokagikkjum.

Jafnframt er í bókinni sögð ástar- og harmsaga Meistarans, rithöfundar sem lokaður er inni á geðveikrahæli, og ástkonu hans Margarítu, sem er frávita af söknuði. Woland býðst til að sameina þau á ný ef Margaríta selur honum sál sína.

Ingibjörg Haraldsdóttir þýðir verkið en formála ritar Árni Bergmann.

Mikahíl Búlgakov hóf að skrifa Meistarann og Margarítu árið 1928 og hélt því áfram til dauðadags árið 1940. Sagan kom ekki út fyrr en rúmum aldarfjórðungi síðar og tryggði höfundi sínum þá þegar sess sem einum helsta meistara rússneskra bókmennta. Hún er skrifuð inn í myrkan samtíma Búlgakovs og ber þess ótvíræð merki en á þó eigi síður brýnt erindi við nútímann.

Bókin kemur út í Klassíska kiljuklúbbnum.