Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Miklihvellur - Vísindalæsi

5,490 ISK

Höfundur Sævar Helgi Bragason og Elías Rúni

Hvernig varð alheimurinn eiginlega til? Sennilega er þetta ein allra stærsta spurning vísindanna. Hér ferðast Stjörnu-Sævar um tíma og rúm, heimsækir misfurðulega fræðimenn og reynir með aðstoð töfratækja vísindanna (og óbilandi forvitni) að afhjúpa dýpstu leyndardóma alheimsins.

Miklihvellur er stútfull af frábærum fróðleik og fjörugum staðreyndum úr heimi vísindanna. Síðustu bækurnar í Vísindalæsisbókaflokknum, Hamfarir og Kúkur, piss og prump, voru báðar tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Teiknarinn Elías Rúni setur sem fyrr flókna hluti fram á skýran og skemmtilegan hátt.