Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Mister einSam

4,990 ISK

Höfundur Ragnheiður Eyjólfsdóttir

Sammi er kominn í stutt vetrarfrí til Íslands og fer ásamt vinum sínum Ingó og Korra í Örenda, afskekktan glæsibústað fjölskyldunnar. Eyrún, systir Korra, kemur með og svo slæst Sigrún í hópinn – stelpan sem Sammi hefur ekki getað losnað við úr huga sér síðan hann flúði af landi brott.
Þegar eitt þeirra hverfur sporlaust út í vetrarmyrkrið og undarleg atvik skjóta hinum skelk í bringu rennur það smám saman upp fyrir Samma að flóttinn hefur ekki bjargað honum frá vandamálum fortíðarinnar …