Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Mómó

3,990 ISK

Höfundur Michael Ende

Í rústum hringleikahúss í útjaðri stórrar borgar býr stelpa sem heitir Mómó. Hún á enga fjölskyldu en safnar að sér vinum, enda kann hún það sem mestu máli skiptir: að hlusta. Dag einn birtast grámennin í borginni, nánast ósýnileg en með stórhættulegt ráðabrugg sem enginn getur stöðvað nema Mómó.

Mómó er hugljúf og margslungin saga sem hefur selst í meira en sjö milljónum eintaka á fjölda tungumála. Jórunn Sigurðardóttir þýddi.