Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Myrku frúrnar

4,290 ISK

Höfundur Ann Cleeves

Þegar lík finnst skammt frá afskekktu unglingaheimili er Vera Stanhope kölluð til. Fórnarlambið er Josh, starfsmaður á unglingaheimilinu. Í sama mund kemur í ljós að Chloe, fjórtán ára vistmaður á heimilinu, er horfin. Vera á erfitt með að trúa því að hún geti hafa átt aðild að mannslátinu en hún verður að gera ráð fyrir öllum möguleikum.

Þegar annað lík finnst við sögufræga dranga sem kallast Myrkur frúrnar þrjár taka gamlar sagnir að rugla lögreglurannsóknina – og Veru verður ljóst að hún verður að finna Chloe til að komast til botns í málinu.

En myrk leyndarmál í litlu samfélagi setja strik í reikninginn ...

Bækur breska verðlaunahöfundarins Ann Cleeves um Veru Stanhope njóta mikilla vinsælda um allan heim. Þetta er níunda bókin um Veru sem kemur út á íslensku.

„Einn allra besti glæpasagnahöfundur Bretlands.“ Daily Express

„Frábær lesning.“ Sunday Express

„Hver elskar ekki ... Veru Stanhope, hispurslausa lögregluforingjann í sögum Ann Cleeves frá Norðymbralandi? Hún er þegar orðin ein af hinum ódauðlegu í heimi glæpasagnanna.“ The New York Times