Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Nætursöngvarinn

2,990 ISK

Höfundur Johanna Mo

Hanna Duncker snýr aftur á æskuslóðirnar á eyjunni Öland – þar sem faðir hennar var dæmdur fyrir morð. Og það var nýr yfirmaður hennar í lögreglunni sem kom honum á bak við lás og slá sextán árum fyrr.

Joel sem er 15 ára gamall finnst myrtur á víðavangi. Hanna rannsakar málið, enda þótt móðir fórnarlambsins hafi eitt sinn verið besta vinkona hennar. Vinkona sem Hanna yfirgaf fyrir mörgum árum. En það eru ekki allir ánægðir með að dóttir Lars Dunckers sé snúin aftur ogHanna uppgötvar að það getur haft alvarlegar afleiðingar að grufla í fortíðinni.

Johanna Mo skapar hér magnaða glæpasögu þar sem leyndarmál voma yfir og samfélagið er langminnugt – og minni þess er miskunnarlaust.