Norðanvindurinn
5,990 ISK
Höfundur Alexandria Warwick
Dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi. Byggð á mótífum úr Fríðu og dýrinu og goðsögninni um Hades og Persefónu. Lífsbarátta Músu frá Jaðarskógi hefur verið erfið. Foreldrar hennar létust þegar hún var unglingur og hún hefur þurft að annast tvíburasystur sína og sjá til þess að þær lifðu af harðan og eilífan veturinn.
Dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi. Byggð á mótífum úr Fríðu og dýrinu og goðsögninni um Hades og Persefónu.
Lífsbarátta Músu frá Jaðarskógi hefur verið erfið. Þegar foreldrar hennar létust var hún unglingur og það féll í hennar hlut að annast tvíburasystur sína og sjá til þess að þær lifðu af harðan og eilífan veturinn. Ef eitthvað er að marka þjóðsöguna er hins vegar stutt í að þær systur eigi í engin skjól að venda.
Í þrjú hundruð ár hefur landið umhverfis Jaðarskóg verið í kuldaklóm og sífellt dregur úr mætti Skuggans – þessa töfrum gædda tálma sem verndar bæjarbúa frá Dauðalöndum sem liggja handan hans. Það eina sem styrkir Skuggann er blóð úr mennskri eiginkonu Norðanvindsins, þeim hættulega og ódauðlega guði sem sagt er að sé með jafn freðið hjarta og hitastigið sem einkennir konungsríki hans. Og nú er sá tími kominn að hann velji sér nýja brúður.
Þegar Norðanvindurinn lítur systur Músu augum í fyrsta sinn veit Músa eitt: Hún mun gera allt til að bjarga lífi systur sinnar jafnvel þótt hún þurfi að fórna lífi sínu. Músa er þannig gerð að hún gefst ekki svo auðveldlega upp.