Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Ný menning í öldrunarþjónustu

3,490 ISK

Höfundur Sigrún Huld Þorgrímsdóttir

Viðhorf almennings til félagslegrar þjónustu hafa gjörbreyst síðustu áratugi. Fólk hafnar stofnanaþjónustu og „pakkalausnum“ hins opinbera sem eru eins fyrir alla og krefst einstaklingsmiðaðrar þjónustu í einni eða annarri mynd. Raddir okkar dagar kalla á valfrelsi, sjálfræði og notendastýrða þjónustu.

Aldraðir víða um lönd taka í vaxandi mæli undir ný viðhorf og nýjar kröfur, að fá að njóta valfrelsis og sjálfræðis þótt þeir þurfi á þjónustu og aðstoð að halda. Lykillinn að lífsgleði er ekki síst sá að fá að lifa með reisn þar sem reynsla og persónuleiki hvers og eins fær notið sín.

Í þessari bók er þróun öldrunarmála rakin og sagt frá margvíslegum skrefum til framfara, m.a. á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Lýst er kostum og göllum nýrra aðferða og stefnumiða og loks sagt frá þróun öldrunarmála hér á landi og hvaða valkosti megi telja vænlega í náinni framtíð.

Sigrún Huld Þorgrímsdóttir er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur starfað við hjúkrun lengst af starfsævinni. Hún hefur starfað á öldrunarsviði frá því um aldamót og jafnframt sótt framhaldsnám í öldrun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands þaðan sem hún lauk meistaraprófi árið 2008. Hún hefur sérfræðileyfi í öldrunarhjúkrun frá Embætti landlæknis. Sigrún hefur áður sent frá sér bækurnar Þegar amma var ung. Mannlíf og atburðir á Íslandi 1925–1955 og Fjallabók barnanna.