Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Öflugir strákar
3,990 ISK
Höfundur Bjarni Fritzson
Þessi skemmtilega uppsetta sjálfstyrkingarbók er byggð á hinu sívinsæla námskeiði Öflugir strákar og fjallar um það hvernig þú getur eflt sjálfan þig.
Bókin kennir þér meðal annars hvernig þú getur verið ánægðari með þig og öðlast meira sjálfstraust. Hvernig þú getur náð betri árangri í því sem þú hefur áhuga á og tekist á við mótlæti. Hvernig þú getur einbeitt þér að því sem skiptir máli og haft hugrekki til að fara út fyrir þægindarammann.
Orri óstöðvandi og Magga Messi koma víða við sögu auk þess sem í bókinni er að finna ýmsar áhugaverðar frásagnir af flottum fyrirmyndum og öflugum strákum.