Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Og nú ertu kominn aftur

4,390 ISK

Höfundur Jill Mansell

Töfrandi kvöld í Feneyjum. Didi verður ástfangin upp fyrir haus – en ástmaðurinn lætur sig hverfa án þess að kveðja.
Þrettán árum síðar hittir Didi hann aftur. Enn er líf í glóðum ástarinnar en Didi er staðráðin í að láta ekki afvegaleiðast. Hún er hótelstýra á frábæru hóteli í Cotswolds á Englandi, hamingjusöm og farin að undirbúa brúðkaupið sitt.
En erfitt reynist að halda tilfinningunum í skefjum. Og gömul leyndarmál setja óvænt strik í reikninginn ...
Enski verðlaunahöfundurinn Jill Mansell hefur selt meira en 13 milljónir eintaka af bókum sínum – og er einn allra vinsælasti höfundur ljúflestrarbóka í heiminum.
Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.