Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Óhugsandi líf

4,690 ISK

Höfundur Matt Haig

Það sem við teljum töfra er bara það sem við skiljum ekki enn

Ekkjan Grace Winters erfir óvænt hús á Ibiza eftir konu sem hún þekkti lauslega fyrir löngu síðan. Forvitnin verður skynseminni yfirsterkari og hún leggur land undir fót til að komast að því hver örlög kunningjakonu hennar urðu. Á eyjunni þar sem sólin gyllir strendur og hlýr andvari strýkur grýttar hæðir bíða hennar margar spurningar og furðuleg svör. Til að skilja sannleikann þarf hún að horfast í augu við fortíð sína og viðurkenna töfrana.

Saga um upphaf, von og töfrana sem leynast í því að taka áhættuna á nýju lífi.

Matt Haig er höfundur alþjóðlegu metsölubókarinnar Miðnæturbókasafnið sem kom út á íslensku árið 2022. Óhugsandi líf hefur þegar komið út á yfir 20 tungumálum og er talin hafa sérlega góð áhrif á seratónínframleiðslu heilans.“