Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Orð, ekkert nema orð

2,990 ISK

Höfundur Bubbi Morthens

Þjóðin hefur þekkt og dáð söngvaskáldið Bubba Morthens í áratugi. Hann hefur fært okkur einlægustu ástarljóð jafnt sem beittustu ádeilur og skörpustu sjálfgagnrýni. Ljóðabækurnar hans eru sterkar og grípandi.

Orð, ekkert nema orð er þrískipt bók. Í fyrsta hluta eru fjölbreytt ljóð um lífið og ástina, orðin og náttúruna, í öðrum hluta minningarljóð um tónlistarfólk og í þeim þriðja ágeng og beitt prósaljóð. Allt kraftmiklar myndir mótaðar í orð frá skáldi sem á erindi við samtímann.