Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Prinsessur og prakkarar - 20 ævintýri H.C. Andersen

8,690 ISK

Höfundur H. C. Andersen

Hans Christian Andersen (1805–1875) er þekktasti rithöfundur Dana fyrr og síðar og verk hans hafa verið þýdd og lesin fyrir börn um allan heim. Ævintýri hans eru þó langt frá því að vera eingöngu ætluð börnum – í þeim má finna ýmis siðferðisleg álitamál, flóknar spurningar um tilvist mannsins og listrænan frásagnarhátt sem höfðar til lesenda á öllum aldri.
Hér birtast nýjar þýðingar Kristjáns Jóhanns Jónssonar bókmenntafræðings á 20 ævintýrum H.C. Andersen, allt frá Eldfærunum til Snædrottningarinnar. Kristján ritar einnig eftirmála þar sem hann fjallar um höfundinn og áhrif hans á bókmenntasöguna.