Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Risaeðlugengið - Kappsundið

3,990 ISK

Höfundur Lars Mæhle, Lars Rudebjer

Gauti grameðla er ekkert gefinn fyrir sund, og alls ekki í ísköldu vatni. Þegar Georg, ótrúlega óþolandi stóri bróðir hans, skorar á þá Sölva sagtanna í kappsund getur Gauti samt ekki skorast undan.

Sem betur fer kemur óhugnanlegasta grameðla sem þeir hafa nokkurn tímann séð (mamma þeirra) og bannar þeim að synda í vatninu.

Þar er víst RISAVAXIÐ SÆSKRÍMSLI á svamli …

Sögurnar um Risaeðlugengið eru krúttlegar, fræðandi og fyndnar og henta ungu áhugafólki um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr.

Æsa Guðrún Bjarnadóttir þýddi.