Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Rúmmálsreikningur I

4,290 ISK

Höfundur Solvej Balle

Ég heiti Tara Selter. Ég sit í innsta herberginu sem snýr út í garðinn og að eldiviðarkesti. Það er átjándi nóvember. Á hverju kvöldi þegar ég fer að sofa í gestarúminu í herberginu er átjándi nóvember og á hverjum morgni þegar ég vakna er átjándi nóvember. Ég á ekki lengur von á að það sé kominn nítjándi nóvember þegar ég vakna og man ekki lengur eftir sautjánda nóvember eins og hann hafi verið í gær.

Rúmmálsreikningur I er fyrsta bindi af sjö í skáldsögu Solvej Balle og hlaut höfundurinn bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir fyrstu þrjú bindin.

Gegnum verkið skynjum við að samtími okkar er eitthvað sem við eigum sameiginlegt, þó að við lifum kannski stundum hvert í sinni „loftbólu“. 
– Úr umsögn dómnefndar um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.