Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Rúnar góði

2,990 ISK

Höfundur Hanna Borg Jónsdóttir

Þvílíkur dagur! Hann byrjar alveg eins og allir aðrir dagar en fljótt kemur í ljós að hann er einstakur og Rúnar mun seint gleyma honum.

Þessi skemmtilega bók er skrifuð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hún kynnir réttindi barna fyrir ungum lesendum, réttindi sem öll börn í heiminum eiga að njóta. Bókin er þannig mikilvægt veganesti út í lífið.

Útgáfuár: 2016

Gerð: Innbundin

Síðufjöldi: 44

Barnaheill – Save the Children mælir eindregið með því að nota bókina fyrir yngsta stig grunnskóla: http://www.barnaheill.is/Dagurmannrettindabarna/Fyrirgrunnskola/Yngstastig/

Eins hafa bæði Umboðsmaður barna og UNICEF mælt með bókinni:

https://www.barn.is/frettir/2016/10/barnabok-um-rettindi-barna/

https://www.facebook.com/unicefisland/posts/10154855198916424

Árskóli á Sauðárkróki er einn þeirra skóla sem unnið hefur afar fjölbreytt starf í tengslum við bókina sem þau lýsa á þennan veg:

Börn í 4. bekk lásu bókina og unnu ýmis frumleg og skemmtileg verkefni í tengslum við hana í um 8 vikur. Mörg fög komu við sögu – lífsleikni, íslenska, enska, samfélagsfræði og upplýsingatækni. Hér má sjá dæmi um þau verkefni sem unnin voru:

  • Skólahjúkrunarfræðingurinn kom og sagði frá bólusetningum og læknisþjónustu bæði á Íslandi og víða um heiminn
  • Nemendur skoðuðu flóttamannabúðir fyrir Sýrlendinga í Jórdaníu með ,,sýndarveruleikagleraugum” sem gaf þeim afar raunsæja mynd af lífi flóttafólks í flóttamannabúðum
  • Hugað var að fjölbreyttum fjölskyldugerðum m.a. í gegnum leikræna tjáningu
  • Krakkarnir settu sig í spor ýmissa annarra og teknar voru myndir af ferlinu
  • Ýmis verkefni í kringum hvern og einn rétt.

Að lokum undirbjuggu þau fjölmargar spurningar sem höfundurinn, Hanna Borg Jónsdóttir, var svo heppin að fá að svara á Skype-fundi. Þau höfðu kynnst Rúnari og hans fjölskyldu vel og pælt í hverju smáatriði. Aðspurð um hvað þeim hefði þótt skemmtilegast við bókina sögðu þau m.a. að það hefði verið að kynnast Barnasáttmálanum og þá sögðust þau líka ekki hafa þekkt réttindi sín fyrir. 

Hér er fésbókarsíða bókarinnar: 

https://www.facebook.com/runargodi/

Hér má sjá dæmi um spurningar sem fylgja efni bókarinnar:

https://www.facebook.com/pg/runargodi/photos/?tab=album&album_id=382385798769033