Safaríkt líf
1,990 ISK
Höfundur Þorbjörg Hafsteinsdóttir
Í bókinni Safaríkt líf – ljúffengir heilsudrykkir eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur er að finna 68 uppskriftir af ljúffengum heilsudrykkjum; þeytingum, hristingum og grænum söfum sem eru stútfullar af hollustu við öll tækifæri. Hér eru girnilegir og gómsætir þeytingar af ýmsu tagi sem dekra við kroppinn og fríska húðina. Nóg er líka af grænum drykkjum sem styrkja ónæmiskerfið og auka brennslu. Suma safana er hægt að fá sér milli mála og aðrir koma hæglega í stað máltíðar. Markmiðið er alltaf það sama: Að bæta orku og heilbrigði. Njóttu – og líf þitt verður safaríkara! Þorbjörg Hafsteinsdóttir er hjúkrunarfræðingur að mennt og næringarþerapisti. Í yfir tuttugu ár hefur hún rannsakað mataræði og nútímalífsstíl og sérhæft sig í fræðum sem fyrirbyggja ótímabæra öldrun. Safaríkt líf er fjórða bók Þorbjargar á íslensku en þær fyrri hafa náð miklum vinsældum, bæði erlendis og hér heima.