Saga finnur fjársjóð
2,990 ISK
Höfundur Sirrý Arnardóttir
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Saga er nýflutt í borgina og leiðist. Afi hennar stingur upp á því að hún fari út og reyni að kynnast öðrum börnum í stað þess að hanga heima og horfa á sjónvarpið. Saga ákveður að verða hreinsunarmeistari. Hún fer út og hittir þar þrjá stráka sem allir eru eins, og saman ákveða þau að gera heiminn betri. Þau byrja á því að tína upp rusl í fjörunni og finna þar óvenjulegan fjársjóð sem hefur óvæntar afleiðingar í för með sér ...
Skemmtileg og spennandi bók fyrir stelpur og stáka um þau ævintýri sem hægt er að lenda í vilji maður bæta heiminn – og hvernig hægt er að uppgötva óvænta hæfileika og krafta sem búa innra með manni.
Sirrý hefur áður skrifað bækurnar vinsælu um Tröllastrákinn og líkt og þar glæða fallegar og líflegar myndir Freydísar Kristjánsdóttur söguna einstöku lífi.