Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Saknaðarilmur

6,490 ISK

Höfundur Elísabet Jökulsdóttir

Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi. Það skrifar enginn eins og Elísabet Jökulsdóttir. Hér veltir hún steinum og strýkur lesandanum móðurlega um kinn, gefur forneskjunni langt nef og heldur óþreytandi áfram leit sinni að ást, frið og sátt.

Síðasta skáldsaga Elísabetar, Aprílsólarkuldi, fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.