Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Síðasti fyrirlesturinn

2,990 ISK

Höfundur Randy Pausch

Í bandarískum háskólum eru kennarar stundum beðnir að koma fram og velta fyrir sér starfslokunum undir yfirskriftinni „Síðasti fyrirlesturinn“. Hvaða visku viljum við miðla áleiðis ef við vissum að nú væri hinsta tækifærið til þess? Ef við ættum að hverfa á morgun, hvað vildum við skilja eftir okkur? Randy Pausch var hugsað til hefðarinnar um „Síðasta fyrirlesturinn“ og ákvað að fjalla um lífsferil sinn undir þeirri yfirskrift. Hann hafði frá barnæsku átt sér ótrúlega merkingarþrungna drauma. „Þrátt fyrir krabbameinið taldi ég mig lukkunnar pamfíl af því að ég hafði lifað þessa drauma. Ég hafði látið þá rætast að miklu leyti vegna þeirrar leiðsagnar sem alls konar dásamlegt fólk veitti mér á lífsleiðinni. Ef ég gæti sagt sögu mína af þeirri ástríðu sem kraumaði í mér gæti fyrirlesturinn orðið öðrum leið til að láta draumana rætast.“ Þetta er bók sem mun verða lesin kynslóð fram af kynslóð vegna hinna uppörvandi skilaboða sem sett eru fram af einstökum húmor, visku og skilningi á mannlegu eðli.