Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sjáið okkur dansa

4,290 ISK

Höfundur Leila Slimani

Aisha er augasteinn foreldra sinna, marokkóska landeigandans Amins og Mathilde sem kemur frá Alsace í Frakklandi og hefur fylgt manni sínum til þessa framandi lands. Aisha stefnir á að verða læknir og ekkert truflar það, ekki einu sinni þegar hún verður ástfangin af ungum hagfræðingi sem lítur út og hugsar eins og Karl Marx. Aðrir í fjölskyldunni glíma við flóknari vandamál í lífi og ástum enda miklir umbrotatímar í Marokkó á sjöunda áratug 20. aldar. Vestrænir hippar flæða inn í landið og mikil ólga er í þjóðlífinu vegna misskiptingar, harðstjórnar og togstreitu milli gamalla og nýrra gilda.

Sjáið okkur dansa er annað bindið í þríleik Leïlu Slimani sem hún byggir á ættarsögu sinni en fyrsta bókin, Í landi annarra, kom út á íslensku árið 2021 og var afar vel tekið.

Friðrik Rafnsson þýddi.