Sjálfsævisaga Alice B. Toklas
3,990 ISK
Höfundur Gertrude Stein
Sígilt samtímaverk eftir móður módernismans
Í upphafi tuttugustu aldar flykktust sjálfskipaðir snillingar til Parísar og stóðu fyrir innreið nútímans í listum. Allir söfnuðust þeir saman á vinnustofu Gertrude Stein. Þar sáust listmálarar á borð við Picasso, Matisse og Cézanne, bæði á veggjum og í eigin persónu, og rithöfundar eins og Hemingway, Fitzgerald og margir fleiri. Í þessari einstöku sjálfsævisögu segir Gertrude Stein frá þessum tíma á óborganlegan hátt frá sjónarhorni ástkonu sinnar, Alice B. Toklas.
Gertrude Stein (1874–1946) vildi skapa nýstárlegar bókmenntir í líkingu við það sem kúbistarnir gerðu í málverkum sínum. Hún er þekkt fyrir óvenjulegan ritstíl sem einkenndist af einfaldri orðanotkun og óvenjulegri setningabyggingu með fáum greinarmerkjum. Sjálfsævisaga Alice B. Toklas er vinsælasta og jafnframt aðgengilegasta verk hennar.