Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Skemmtikrafturinn

2,990 ISK

Höfundur Lalli og Wally

Hefur þig alltaf langað til að kunna töfrabrögð? Dreymir þig um að vinna í sirkus? Áttu mörg systkini og finnst þú fá of litla athygli? Þá er Skemmtikrafturinn bókin fyrir þig!

Hér kenna Lalli töframaður og trúðurinn Wally 26 brögð og brellur sem slá í gegn hvar sem er og veita frábær ráð um sviðsframkomu.

LALLI hefur skemmt bæði börnum og fullorðnum í fjöldamörg ár með trylltum töfrabrögðum og gríni sem fær fólk til að pissa í sig af hlátri.
WALLY hefur byggt upp glæsilega sirkusmenningu hér á landi og stofnaði til að mynda Sirkus Íslands þar sem hann kitlar hláturtaugar fólks á öllum aldri.