Skipskaðar á svörtum söndum
3,990 ISK
Höfundur Steinar J. Lúðvíksson
Þessi vara er ekki fáanleg eins og er
Sandarnir miklu á suðurströndinni hafa orðið grafreitur margra skipa í aldanna rás. Barátta sjómanna í brjáluðu brimi fyrir lífi sínu hefur oftar en ekki verið tvísýn. Margir komust ekki lifandi frá borði. Þeirra sem náðu í land kaldir og hraktir beið oft erfið ganga í leit í að byggð. Og margir týndu lífi á leiðinni.
Hér er fjallað um söguleg skipbrot við suðurströndina, frá níunda áratug síðustu aldar og allt aftur til mannskæðasta sjóslyss Íslandssögunnar, þegar hollenska skipið Het Wapen van Amsterdam, sem síðar var kallað Gullskipið, strandaði. Frásagnirnar eru hrikalegar og oft og tíðum undrast lesandinn yfir þeim krafti sem knúði skipbrotsmennina áfram í þessum miklu mannraunum.
Steinar J. Lúðvíksson er meðal fróðustu manna um sjóslys við Ísland og eftir hann liggur m.a. ritröðin Þrautgóðir á raunastund sem komið hefur út í tuttugu og einu bindi.