Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Skuggabrúin

3,990 ISK

Höfundur Ingi Markússon

kuggabrúin er fagurlega smíðuð bók orða sem flytja okkur í sagnaheim af ljósi og myrkri, þar sem ævintýralegar frásagnir fléttast saman í huga lesandans og speglast í persónum og atburðum úr veruleika samtímans.“ – Sjón

Í fjarlægri framtíð, á ísilagðri jörð, hafa allar stjörnurnar slokknað nema ein; án hennar væri vetrarmyrkrið algert.
Þegar síðasta stjarnan hverfur verða Dimmbrá og Hnikar viðskila og hrekjast á flótta um heimskautið. Ekki er allt sem sýnist og alls staðar grúfir myrkrið yfir, hyldjúpt og kalt. Hvað varð um stjörnuna, hvernig tengist hún skuggabrúnni – verður hægt að afstýra almyrkva?
Skuggabrúin er fyrsti hluti í væntanlegum þríleik Inga Markússonar. Hún er spennuþrungin og heillandi furðusaga ætluð jafnt ungmennum sem fullorðnum, saga um ofdramb og svik, vetrarkulda og hlýju, ljós og myrkur.