Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Uppselt

Smáatriðin

3,990 ISK

Höfundur Ia Genberg

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Þegar ég var yngri hugsaði ég með mér að ég yrði að ferðast meira, fara lengra í burtu, dvelja oftar í framandi löndum, að ég ætti alltaf að vera á ferðinni til að njóta mín og lifa fyrir alvöru, en eftir á áttaði ég mig á því að það sem ég leitaði að var einmitt hér, innra með sjálfri mér, í hlutunum í kringum mig.

Smáatriðin er skáldsaga í fjórum þáttum sem lýsir fáeinum manneskjum og óteljandi smáatriðum. Áhugaverð saga um
afhjúpandi  samskipti og forvitnilegt fólk.

Þórdís Gísladóttir þýðir úr sænsku.

Bókin fékk sænsku bókmenntaverðlaunin, August-verðlaunin – og er enn að sópa að sér verðlaunum – og var meiriháttar metsölubók í heimalandinu og í Noregi og Danmörku þar sem hún er komin út. Er nú að koma út um allan heim.