Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Snorra Edda - kilja
4,490 ISK
Höfundur Snorri Sturluson
Í Snorra-Eddu er að finna Prologus, Gylfaginningu, Skáldskaparmál, Háttatal og nafnaþulur, ásamt inngangi eftir Heimi Pálsson og stuttri kynningu á undan hverjum hluta verksins. Lögð hefur verið áhersla á ítarlegar orða- og vísnaskýringar til að mæta þörfum ungs nútímafólks. Nafnaskrá tekur til alls lausa málsins og skrá yfir kenningar og heiti eykur notagildi verksins fyrir áhugamenn um fornan kveðskap.
Bókin tilheyrir ritröðinni Sígild fræði og Heimir Pálsson annaðist útgáfuna.