Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Snuðra og Tuðra taka til

1,690 ISK

Höfundur Iðunn Steinsdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

Mamma er nýbúin að mála herbergi Snuðru og Tuðru og allt er glimrandi fínt. Stelpurnar fara strax að leika sér og það líður ekki á löngu þar til allt er á öðrum endanum. Snuðra og Tuðra lofa að taka til en ákveða að byrja á fataskáp foreldra sinna. Og þá er voðinn vís!

Höfundur skemmtilegu bókanna um Snuðru og Tuðru er Iðunn Steinsdóttir og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir glæðir þær lífi með frábærum myndum sínum.