Sólskinsstúlkan
1,990 ISK
Höfundur Bodil Fossberg
Beata kom eins og sólskinsgeisli inn í líf foreldra sinna – en þeir fundu hana á tröppunum heima hjá sér og tóku hana að sér eins og hún væri þeirra eigið barn. Fyrstu árin ólst hún upp við ástríki þeirra og umhyggju og lék sér við vini sína, Jaspar og Kim. Ólíkari drengi var varla hægt að hugsa sér en tengslin milli þeirra þriggja urðu sterk allt frá fyrstu kynnum. Árin líða og Beata kemst að því að lífið er ekki eintómt sólskin. Á unglingsárum verður hún fyrir kynferðislegri áreitni og líf hennar breytist í martröð. Hún getur ekki hugsað sér að láta neinn snerta sig og henni finnst að hún muni aldrei aftur geta treyst karlmanni eða endurgoldið ást. Örlögin taka í taumana og skyndilega neyðist hún til að horfast í augu við misindismann sinn og gera óréttlætið upp. Það kostar annan af hennar ástkæru æskuvinum næstum því lífið og í framhaldi þarf hún að velja á milli þeirra tveggja, Jaspars og Kims. Beata stendur frammi fyrir vali sem mun hafa afdrifarík áhrif á líf hennar til frambúðar.
Sólskinsstúlkan er viðburðarík saga um ást, vináttu, glæp, brostnar vonir og mannlegan breyskleika.