Sprakkar
3,990 ISK
Höfundur Eliza Reid
Árum saman hefur jafnrétti kynjanna hvergi í heiminum mælst meira en hér á landi. En er víst að Ísland sé fyrirheitna landið fyrir allar konur?
Sprakkar merkir „kvenskörungar“. Í bókinni fjallar Eliza Reid um margvísleg mál sem snúa að lífi og störfum kvenna á Íslandi. Hún ræðir við konur á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Þær hafa frá mörgu að segja og koma víða við í spjalli um stöðu kynjanna, atvinnulífið, móðurhlutverkið og ótalmargt fleira. Brugðið er upp litríkri mynd af íslensku nútímasamfélagi, kostum þess og göllum, og rýnt í það sem enn er óunnið í jafnréttismálum.
Eliza Reid er annar stofnenda ritlistarbúðanna Iceland Writers Retreat. Hún hefur unnið við blaðamennsku, ritstjórn og ritstörf og varð árið 2016 forsetafrú. Hér fjallar hún um þá stöðu sína, segir frá sjálfri sér og lýsir fjölbreyttum aðstæðum sem hún hefur lent í sem innflytjandi, kona og maki. Hún fléttar þeim sögum saman við frásagnir viðmælenda sinna og rifjar auk þess upp sögur af kvenskörungum fyrri tíma.