Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Stóra fagra frábæra líf

4,490 ISK

Höfundur Emily Henry

Bjartsýniskonan Alice Scott er enn á höttunum eftir stóra
tækifærinu sem höfundur.
Hayden Anderson er mennskt þrumuský, sem státar af
Pulitzer-verðlaunum.
Margaret, fyrrum prinsessa slúðurblaðanna og erfingi
fjölmiðlaveldis einnar þekktustu og umdeildustu fjölskyldu
tuttugustu aldarinnar, ræður þau bæði til reynslu í
mánaðartíma, til þess að ákveða hver á að segja söguna
hennar. Alice hefur mánuð til að landa alvöru starfi til að
sannfæra sína ósannfærðu fjölskyldu um að hún sé á
réttri hillu og sanna um leið að Hayden gerir rétt í því að
líta á hana sem raunverulegan keppinaut.
Vandinn er þó sá, að svo virðist sem Margaret segi
hvorugu þeirra alla söguna, og á milli þeirra þróast
óþægileg spenna vegna trúnaðarsamnings sem þau
þurfa að virða.
Það er ljóst að saga Alice og Hayden, rétt eins og sagan sem Margaret er að spinna,
gæti verið ráðgáta, harmleikur eða ástarsaga. Það fer bara eftir því hver segir hana.