Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Svikin við erfðaskrárnar

4,290 ISK

Höfundur Milan Kundera

Svikin við erfðaskrárnar hefur að geyma frumlega og ögrandi ritgerð eftir einn af meisturum tuttugustu aldar bókmennta. Ritgerðin er í níu hlutum og skrifuð eins og skáldsaga. Sömu persónur koma fyrir aftur og aftur: Stravinski, Kafka, Nietzsche, Janacek, Hemingway, Rabelais og erfingjar hans, risar skáldsögunnar, en segja má að tónlistin og skáldsagan séu meginviðfangsefni bókarinnar. Kundera stendur ástríðufullan vörð um um siðferðilegan rétt listamannsins og þá virðingu sem honum og list hans ber að sýna. Svikin við listina og mennskuna er ein af lykilhugmyndum á bak við þessa fáguðu en fjörlega skrifuðu bók.

Bókin hlaut verðlaun samtaka bandarískra tónskálda, ASCAP-Deems Taylor-verðlaunin 1996, fyrir tónlistarskrif.
Milan Kundera er fæddur í Tékklandi. Frá árinu 1975 hefur hann verið búsettur í Frakklandi.