Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Syngdu vögguvísur með Láru og Ljónsa
6,490 ISK
Höfundur Birgitta Haukdal
Lára og Ljónsi eru stödd í framandi ævintýraveröld með töfrandi tónlist. Allt getur gerst og ímyndunaraflið ræður för. Svífðu inn í draumalandið með notalegum vögguvísum, sungnum af höfundi Lárubókanna, Birgittu Haukdal.
Börn geta bæði hlustað á vögguvísurnar með söng Birgittu og raulað þær sjálf með undirspili. Bókin er skreytt litríkum og fallegum myndum sem gleðja augað.